Færsluflokkur: Dægurmál
29.10.2020 | 17:59
Áreiðanlegar falsfréttir !
Um árið 2007 fékk ég loks internet á heimilið mitt og fór brátt að skoða og taka þátt í bloggi.
Það sem mér fannst svo mikil snilld, að það skyldi vera hægt að pósta linkum og vídeoum til að sanna mitt mál. En af einhverjum stórfurðulegum ástæðum tók flest fólk ekkert mark á þeim síðum eða vídeoum sem ég notaði til að sanna mál mitt. Þá fattaði ég loks að fólk vildi bara þrasa og rífast, og halda áfram að vera í þeim heimi sem það var í, svo að það þyrfti ekki að skifta um vini og hætta öllu rúv glápinu. En þar sem maður vorkenndi fólki á þannig stað í tilverunni gerði maður nokkrar tilraunir í viðbót til að koma ljósinu til skila á réttann hátt, en eftir 13 ár á netinu í spjalli hér og þar, sá maður að það gekk engan vegin upp. Hefði verið auðveldara að afnema kvótakerfið upp á eigin spýtur og borga kostnaðinn með dósasöfnun eða einhverju álíka.
Margar eru umræðurnar og bloggin í gegnum tíðina sem horfið hafa úr netheimum á óútskýrðann hátt, og held ég ekkert lengur að hér sé ritfrelsi og tjáningarfrelsi nema fyrir suma. En þar sem netheimar eru að fyllast af svokölluðum "fact checkers" er ekki úr vegi að kíkja á á einn alvöru ritskoðara. (Farðu á you tube og skrifaðu : fact checkers jp) Góóóóóóða skemmtun !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)