Færsluflokkur: Umhverfismál
15.12.2020 | 17:25
Gone with the wind(mill)
Eins og oft áður samþykkja íslenskir ráðamenn hverja steypuna af annari og ekkert lát virðist á. Vindmillur á íslandi er hlutur sem endar illa miðað við það sem má læra af erlendum þjóðum. Margar þeirra verða eldi af bráð, og reykurinn af þeim er varla líklegur til að heilla ferðamenn sem komu óralangt frá til að sjá ósnortna náttúru íslands. Hvað tekur svo langan tíma að kolefnisjafna einn bruna í vindmyllu ? Fá íslendingar kannski svimandi háar sektir fyrir bruna í vindmyllum ?
Hvað gerist þegar íslenskt vetrarveður lætur á sér kræla með slyddu í marga klukkutíma og snögglega fer svo að frysta. Munu spaðarnir brotna undan klaka ? Hver borgar alla vinnuflokkana sem koma erlendis frá til að gera vindmyllurnar upp ? Hvað verður um spaðana þegar álftir og stórar gæsir rekast á þá ? Hvað segir fuglaskoðunarfólkið og gæsaskytturnar eftir 10 ár eða svo ? Verður nokkur góðhjarta kona að missa svefn yfir öllum fuglsungunum sem sjá aldrei foreldri sitt koma til baka eftir mataröflun ? Margar spurningar, spurningar sem stjórnmálamenn vilja ekki svara, því hagsmunaöflin halda vel um spottana og peningana.
https://www.youtube.com/watch?v=MVHzfUWul2Y
En það þýðir lítið úr þessu að tala við þingmenn, þeir munu bara láta þetta sem vind um eyru þjóta (eins og oft áður)
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)