6.8.2021 | 18:56
Bjarni Bóndi.
Eða B.B bond(i) olmost seven, flutti úr Reykjavík fyrir 25,4 árum síðan og hefur ekki séð borgina aftur. Hann þóttist sjá fyrir einhverjar hörmungar í framtíðinni og alls kyns siðleysi sem hann taldi kalla á bölvun mikla yfir borgina. T.d skuldir, skemmdarverk, ofbeldi, og dularfullar plágur og pestir ýmiskonar.
Fréttamaður sveitafrétta lagði leið sína til bónda um daginn, og leitaðist við að kanna hvort afstaða B.B hefði breyst á þessum 25,4 árum.
Ekki taldi Bjarni svo vera, og tók allt í einu til við að kveða.
Sem betur fer var sveitafréttamaðurinn með upptöku í gangi í símanum og náði því öllu á minniskortið sem var nú ekki nema 32gb.
En Bjarni vildi ekki að við deildum upptökunni þar sem hann óttaðist að einhver kynni að uplóda þessu á You tube svo að lesendur fá bara textann, en hann er svona: Siðleysið sálgar landið, og ráðamenn skortir gáfur. Satann togar þétt í bandið, og landið uppsker nýjar plágur.
(https://www.dv.is/frettir/2022/7/26/haettulegir-maurar-nema-land-islandi-stungurnar-valda-miklum-sarsauka-og-langvarandi-sarum/)
Þökkum við hjá sveitafréttum fyrir að fá að birta þennann kveðskap, og óskum Bjarna svo B.D.S.M
(Bjartýni, dugnaði, samfara meinfýsni)
Mynd er af Bjarna skömmu eftir að hann hóf að byggja skip í stíl við örkina hans Nóa.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 22.9.2022 kl. 18:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.