15.5.2022 | 16:24
C A S H
Eitt sinn heyrði ég rosalega góðann djóker um rígmontin americana, og kúgaðan íslending sem tóku saman létt spjall um borð í flugvél á vellinum í New York fyrir einhverjum árum síðan. . Americanin; ..we in America have Ronald Reagan, Bob Hope og Johny Cash. Íslendingurinn var ekki lengi að svara og sagði; ..uh,,but we icelanders just have Jóhanna Sig, no hope, and no cash !!
Vissulega fantagóður jóker, en alvara málsins er samt sú, að það er svona ákveðin atburðarrás í gangi á íslandi og víðar sem bendir til þess að ,,cash" reiðufé sé í nokkurskonar útrýmingarhættu.
Flestar búðir eru nú með sjálfsafgreiðslu, og jafnvel má sjá búð sem hefur engan starfsmann á kassa er mér tjáð. Allnokkrir eru með greiðslukerfi í símum, og einnig dælulykla sem hægt er að nota á bensínstöðvum til að fá eldsneyti og helling af öðru stuffi þegar búið er að dæla á kaggann.
Margir sjá ekkert annað en jákvætt við stafræn viðskipti á tæknivæddum og geggjuðum tímum. En hver er svo ókosturinn við seðlalaust samfélag? Jú, hann er mun verri en margan grunar. Nokkur dæmi hér á eftir sem sjá má víða á netinu, og eitthvað sem ég hef bætt við sjálfur þó svo að engin taki mark á mér eins og er.
Nr 1: Þegar reiðufé er farið er ekki hægt að gefa í bauka við búðarkassa og styrkja gott málefni. Nr 2: Þú ert ekki lengur að sjá áhugasöm og dugleg börn setja upp tombólur, og hugsjónir þeirra ná ekki fram að ganga. Nr 3: Þú er með bilaðan bíl á afskekktum stað, og engin fæst til að hjálpa þér þar sem engin leið er að millifæra eitt eða neitt. Nr 4: Meiriháttar kerfisvilla kemur upp í kerfi bankanna,og þú ert við það að fylla hjá þér tankinn og skella þér í fríið, en bensínsjálfssalinn segir að villa sé í kerfinu þegar þú ert búinn að stimpla inn pinnið. Nr 5: Vegna mistaka í bankanum þínum er engin innistæða á kortinu eða símanum, og þú ert með troðfulla kerru af mat í bónus og á leið í sumarbústaðinn kl. 18 á föstudegi. Þarna hefði reiðufé væntanlega bjargað málunum. Nr 6: Þú ert veik/ur heima eða á sjúkrahúsi og vilt senda einhvern útí búð eftir snakki eða mat, en ert kannski ekki að treysta hverjum sem er fyrir kortinu þínu. Nr 7: Vinur þinn er með lokað kort, og þú ert eini aðilinn sem getur bjargað honum yfir helgi, en þá verður reiðufé helst að vera til staðar. Nr 9: Seðlalaus samfélög geta fylgst með öllum þínum viðskiptum og jafnvel ,,dílítað" þér úr kerfinu ef þú ert ekki með ,,réttar" trúar og lífsskoðanir. Nr 10: ,,Kerfið" gæti ákveðið að þeir sem hafa ekki greitt komugjald á heilsugæslustöð vegna bólusetningar, verði ,,dílítað" þar sem ,,kerfið" álítur alla óbólusetta sem ógn við samfélagið.
Ennfremur má benda á að, greiðsla með símum er háð því að rafmagn sé alltaf á þeim. Posar og kort eru stundum að klikka, og eru líka háðir rafmagni. Því eru allmargar ef ekki fleiri ástæður til þess að ganga alltaf um með eitthvað reiðufé, og gefa svo klinkið í söfnunarbauka, sem leiðir þá til þess að færri og færri hringi til að fá styrki/framlög frá þér ? Ekki leiðinleg býtti það. Ekki skemmir það fyrir fjármálaþroska barna, að halda tombólur við og við og losna í leiðinni við eitthvað dót sem er bara fyrir.
Ef þú þekkir stjórnmálamann eða ert kannski einn af þeim, vil ég benda á, að íslendingar þurfa að sjá það fara í lög sem fyrst, að hér verði notkun reiðufés tryggð allavega næstu 75 árin og að allar matvöruverslanir hafi kassa sem taka við seðlum og krónum,um ókomna tíð.
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkur: Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.