Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Bull í barnleysingjum.

 

Barnleysi er val kyrja sumir þessa daganna. En hvað er að vera barnlaus ? Síðuhöfundur spáði nánast ekkert í barneignum, en fór svo ,,óvart" inn í atburðarrás sem leiddi til þess að barn varð til.

Þetta barn grét og þurfti athygli í smá tíma, en oftast veitti það manni gleði og gaf manni eitthvað til að lifa fyrir. Áfengisdrykkja minnkaði töluvert í kjölfarið og skynsemi í fjármálum varð meira áberandi. Börn bæta manninn . . .ekki nokkur spurning ! Mynda albúm verða til, og magnaðar videoupptökur eru orðnar margar sem spilaðar eru við mikla lukku á afmælum og ættarmótum. Börn og barneignir er hluti af eðlilegu samfélagi, og eru fækkanir í samfélögum yfirleitt ekki til bóta. Þá þarf líklega að fylla upp í tóm störf með fólki frá framandi löndum, sem eru lengi að komast inn í störfin, og valda heimamönnum oft talsverðum erfiðleikum vegna tungumálaörðuleika.

Mikið er um að fólk í Reykjavík komi að þjónustu ýmiskonar, þar sem ekkert er hægt að tjá sig nema að enskukunnátta sé nokkuð góð. Og mörg eru tilfellin þar sem fólk er bara að misskilja hvert annað með leiðinlegum afleiðingum.

Já, það er margt gott við það að eignast börn, og konur í húsnæðisvandræðum fá oftar betri lausnir á sínum málum, ef þær hafa fyrir barni eða börnum að sjá. Börnin gleðja ömmur og afa, og gera jól skemmtilegri og skapa stórum hópum vinnu. T.d Kennarar, barnapíur, starfsmenn leikfangaverslana, ljósmyndara, kvikmyndahúsa, og veitingastaða og margt fl. 

Í framtíðinni (sem nálgast okkur hraðar en við stundum höldum) koma börnin í heimsókn þegar okkur leiðist, eða erum á sjúkrahúsi eða elliheimili. Lítum á björtu hliðarnar í stað þess að festa hugann við einstaka bull sem kemur inn á týpiskar fréttasíður, þar sem misgáfulegt fólk er að leita eftir athygli og þykist í leiðinni vera að bjarga heiminum frá ofhitnun.

Fleiri börn eru ekki að fara að ógna lífríki jarðar eða hitastigi, þar sem allir verða komnir á rafmagnsbíla á næsta ári eða hinu, og vindmyllur sjá svo um rafmagn fyrir hús og hýbíli áður en langt um líður.

 

 

Happy-Child-e1486894239397

 


OIP

https://www.visir.is/g/20232419987d/is-lenskar-konur-sem-kjosa-barn-leysi-thad-var-mjog-frelsandi-ad-atta-sig-a-thvi-ad-thetta-vaeri-val-

https://www.mbl.is/born/frettir/2023/06/06/vard_ofrisk_53_ara_eftir_hafa_reynt_i_25_ar/

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband