Sannleikurinn / Frelsið

Það er nú gott að sjá að forsetaframbjóðandi vitni í orð krists í bloggi sínu.

En það er ekki þar með sagt að þessi forsetaframbjóðandi geri eitthvað mikið fyrir kristna trú þegar á Bessastaði er komið. En það gæti nú kannski farið svo... vona ég.

 Því miður sér maður að kannanir bendi til þess að kyrfilega kristlaust fólk muni verða kosið af fáfróðnum lýðnum til að taka ákvarðanir af ýmsu tagi fyrir land og þjóð.

Margt hefur gerst í málum er varða kristilegt umhverfi á íslandi undanfarið, og er það varla eitthvað til að hrópa húrra fyrir.

Ef þjóðin telur það gott fyrir land og framtíð þess að kjósa burt kristni úr landinu, verður það brátt land auðbaróna og kúgara.

Kannski eru það í raun  auðbarónar og kúgunarbellir sem eru í raun að afkristna landið, til að auðveldara verði að kúga lýðin og hirða auðlindirnar ?

Biblían hefur allann þann sannleik sem maðurinn þarf til að sjá hverjir munu kúga, og hvernig má losna við kúgun. Hætti lýðurinn að lesa og taka mark á orðinu, verður það leikur einn fyrir kúgarana að taka frelsið frá okkur. Og það fyrr en margann grunar.

Kjósum ekki meir kristlausa og kúgunarlega leiðtoga til að úthluta hagsæld til útvaldra, og auka eymd fátækra. Höldum frelsinu, landinu og stoltinu !

Lengi lifi Island.

A m e n.

 

 

 


Bloggfærslur 1. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband