Að kvelja barnssálir með söngvum !

viddísFyrir stuttu las ég frétt um góðhjartaða (?) íslenska móður, sem vill börnunum sínum allt það besta. Og hafði hún því miklar áhyggjur yfir því að trúarlegt efni væri sungið í þeim skóla sem börnin hennar stunduðu. Þessi kona hefur sennilega ekki áhyggjur af myglu í skólum, eða ,,uppbyggjandi" hinsegin kynfræðslu, en eyðir þess í stað öllum deginum í áhyggjur yfir kærleiksríkum og uppbyggjandi sálmum og söngvum, sem þvingað er á saklaus skólabörn.

Einu sinni voru börn þvinguð til að taka inn bragðvont lýsi, en seinna meir urðu þau þakklát þeim sem lýsinu tróðu, því það reyndist allra meina bót, og betra en bóluefnasprautur eins og flestir vita í dag ?

Kristilegur boðskapur, söngvar og menning hafa enn sem komið er, ekki valdið eirðarleysi, ahd eða öðrum vandamálum meðal skólabarna eða annara svo vitað sé til.

Hef kannað víða á netinu tengslin á milli andlegs heilbrigðis og iðkun á trú, og engar niðurstöður hafa enn fundist sem sýna einhverja skaðsemi á andlega heilsu skólabarna, heldur það gangstæða. Samt sem áður eru hámenntaðar  ,,mannvitsbrekkur" gargandi og gólandi ef einhver vogar sér með N.T nálægt grunnskólum, eða býður þeim í kirkjuheimsókn. 

Kristni hefur gefið þjóðinni mikið og margt sem fæstir þakka fyrir. En þar má nefna: Jólahátíðina - Páskahátíðina - Frí um Hvítasunnu, uppstigningadag, og vikulegann hvíldardag.

Öll skólabörn taka meira og minna þátt í þessum hátíðum, og engin af þeim þúsundum sem það hafa gert um áratugi, hafa borið einhvern skaða af.

 

video 11nov

Þessi fallega kona hér til hliðar er með ágætis umfjöllun á You Tube um heilsu og trú og sýnir að fallegar konur geta líka verið gáfaðar svona við og við. En það gerist víst sjaldan á íslandi.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=aOj_HRLYbjM

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband