Níðingsskapur nagladekkja !

tjörukall bJæja, þá er maður farinn að heyra glamrið í nagladekkjum á götum borgarinnar. Langmestur tími sem nagladekk lemja malbikið er þegar það er autt.

Þá myndast hressilega mikið ryk, sem stíflar loftsíur bíla og auka þá bensíneyðslu. Frjókornasíur stíflast og jafnvel blandast rykið illa við neftóbak í nösum eldri kalla með vafasömum afleiðingum ? En samt sem áður er alltaf nokkuð til af nagladekkjum í umferð veturn hvern á íslandi eins og ávallt áður.nagl

Fleiri gallar eru við nagladekk eins og; Tjörumassi og klessur festist á öllum bílum, og já, líka á bílum þeirra sem kæri sig ekki um nagladekk. Þrifin á tjörubornum bílum og strætisvögnum eru gríðarleg veturn hvern, og geigvænlegt magn af tjöruhreinsi og malbiksryki blandast sjónum við hreinasta lands heims ? Hvað verða margir hvalir eftir til að skoða ef þeir flýja þessa tjörumengun ? Og hvað segja túristar við því ?

 

Margir reyna að réttlæta nagladekk með því að benda á, að þau bjargi einhverjum frá árekstri. Ég og fleiri hafa ekið án nagla um áraraðir, og ekki fengið skrámu á bílinn enn ! Og ef einhver naglaleysinginn lendir í umferðaróhappi, munu loftpúðar og öryggisbelti sjá til að meiðslin verða nánast engin. En skaði á lungum ökumanna og jafnvel fótgangandi, verða hins vegar meiri en margann grunar, og lungu eru ekki viðgerðarhæf og verða það aldrei. En beinbrot og skrámur læknast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband